Fréttir: apríl 2004

Banni aflétt vegna vinnu á vinnuvélum í gljúfrinu við Kárahnjúka - 30.4.2004

Vinna heimiluð á ný í kjölfar ráðstafana sem gerðar voru á grundvelli áhættumats Lesa meira

Opnun Evrópsku vinnuverndarvikunnar 2004 - 29.4.2004

Vikan verður 18.-22. okt. en formleg opnun verður 30. apríl og þá hefst undirbúningurinn. Lesa meira

Dómur vegna brota á reglum um vinnuvélaréttindi og notkun tækja - 19.4.2004

Þann 7. apríl s.l. féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem verkstjóri fyrirtækis var dæmdur til að greiða sekt fyrir brot á lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, reglum nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum og reglugerð nr. 431/1997 um notkun tækja. Lesa meira

Réttindi þeirra sem stjórna vinnuvélum - 15.4.2004

Í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, 14. apríl, kom sú fullyrðing m.a. fram að fleiri hundruð stjórnenda vinnuvéla á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka væru án vinnuvélaréttinda. Þessi fullyrðing á ekki við rök að styðjast. Lesa meira

Ráðstefna fólks sem starfar að upplýsingamiðlun um vinnuvernd - 15.4.2004

Ráðstefna fólks sem starfar að upplýsinga- og útgáfustörfum hjá norrænum stofnunum er haldin til skiptist á Norðurlöndum og að þessu sinni verður hún á Íslandi, nánar tiltekið að Bifröst dagana 6.-8. júní nk. Lesa meira

Rannsókn á vinnuumhverfi, heilsu og líðan íslenskra bænda - 4.4.2004

Sendur hefur verið út spurningalisti til bænda á lögbýlum á Íslandi og samanburðarhóps 1500 Íslendinga. Áhersla eru lögð á vinnuumhverfi, líðan og heilsu og sérstaklega á geðheilsu, vinnuslys, og lungnaheilsu. Lesa meira