Fréttir: 2003

Styrkur til rannsóknar á líðan fólks með krabbamein á vinnumarkaðnum - 17.12.2003

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson, sem er í vörslu Krabbameinsfélagsins, veitti styrk til rannsóknarverkefnisins Líðan í vinnunni ? þeirra, sem greinst hafa með krabbamein, og annarra á vinnumarkaðinum. Lesa meira

Tengsl sálfélagslegra áhættuþátta og einkenna frá stoðkerfi - 2.12.2003

Í nýjasta hefti American Journal of Industrial Medicine birtist grein frá rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins þar sem fjallað er um sálfélagslega áhættuþætti og einkenni frá stoðkerfi hjá konum sem vinna á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum sjúkrahúsa á Íslandi. Lesa meira

Vinna og vinnuumhverfi lækna - 20.11.2003

Út er komin skýrsla sem byggð er á Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi lækna á Landspítala-Háskólaskjúkrahúsi. Lesa meira

Veikindafjarvistir á Norðurlöndum - 6.11.2003

Gefinn hefur verið út bæklingur sem gefur yfirlit yfir veikindafjarvistir á Norðurlöndum. Lesa meira

Ráðstefna um samræmingu vinnu og einkalífs - 5.11.2003

Ráðstefnan sem ber yfirskriftina Samræming vinnu og einkalífs: Verðugt verkefni - varanlegur ávinningur verður haldin 10. nóvember nk. Lesa meira

Niðurstöður úr eftirlitsátaki í byggingariðnaði í september 2003 - 5.11.2003

Í átakinu í september var skoðað hvernig staðið var að fallvörnum t.d. á vinnupöllum, þökum, umhverfis göt í gólfi og alls staðar þar sem hætta er á falli. Kröfur voru gerðar um úrbætur á 65% byggingarvinnustaða Lesa meira

Fræðslufundur um heilsueflingu á vinnustöðum - 5.11.2003

Fræðslufundur Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn þriðjudaginn 11. nóv. nk. hjá Sjóvá Almennum Kringlunni 5, jarðhæð. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Lesa meira

Ný stjórn Vinnueftirlitsins - 24.10.2003

Ný stjórn Vinnueftirlitsins hefur verið skipuð til næstu fjögurra ára. Lesa meira

Nýtt rafrænt tilkynningarblað um vinnuslys - 15.9.2003

Markmiðið með nýja tilkynningarblaðinu um vinnuslys er að gera skráningu vinnuslysa markvissari. Það byggist m.a. á leiðbeiningum, sem fylgja því, um hvernig staðið skuli að skráningu og hvernig tryggja skuli að öll skráningarskyld vinnuslys verði tilkynnt. Lesa meira

Viðhorf stjórnenda í fyrirtækjum til öryggis- og heilbrigðismála - 1.9.2003

Skipta öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum stjórnendur einhverju máli? Lesa meira

Þrjú fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir andlega heilsueflingu - 28.8.2003

Eimskip, Landsbankinn og Leikskólar Reykjavíkur hafa hlotið viðurkenningu Evrópuráðsins vegna evrópsks samstarfsverkefnis á sviði andlegrar heilsueflingar Lesa meira

Velferð á 21. öldinni hnignun eða framför - 25.8.2003

Velferð á 21. öldinni ? hnignun eða framför var yfirskrift 17. norrænu ráðstefnunnar í félagslækningum og lýðheilsu sem haldin var í Árósum í Danmörku, 15.-17. ágúst sl. Lesa meira

Hljóðlátar sprengjur - 25.8.2003

Hverjum hefði dottið í hug að þær sprengjur sem springa í kvikmyndum væru hljóðlausar slíkur er hávaðinn þegar áhorfendur berja þær augum. Lesa meira

Leiðbeiningarit um forvarnir og viðbrögð við efnaslysum - 21.8.2003

OECD hefur gefið út leiðbeiningarit um forvarnir, undirbúningsstarf og rétt viðbrögð við efnaslysum. Lesa meira

Vinnuvernd á fjölmenningarlegum vinnustöðum - 19.8.2003

Vinnueftirlitinu barst ábending frá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði um vaxandi vandamál á sumum vinnustöðum vegna erfiðleika í samskiptum þar sem starfsmenn eru af mismunandi uppruna. Lesa meira

Niðurstöður úr eftirlitsátaki í byggingariðnaði sem fram fór í júní 2003 - 13.8.2003

74 byggingarvinnustaðir skoðaðir í júní með áherslu á fallvarnir Lesa meira

NES 2003 - Vinnuvistfræðiráðstefna með yfirskriftina Hugur og hönd í heimi tækninnar - 24.7.2003

Norræn ráðstefna um vinnuvistfræði verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 10.-13. ágúst nk. Ráðstefnan er haldin af Vinnuvistfræðifélag Íslands í samvinnu við Norrænu vinnuvistfræðisamtökin NES (Nordiska Ergonomisällskapet) og Vinnueftirlitið. Yfirskrift ráðstefnunnar verður Hugur og hönd í heimi tækninnar eða Mind and Body in a technological world Lesa meira

Úrskurður vegna kæru á hendur Vinnueftirlitinu - 22.5.2003

Fyrirtæki nokkurt kærði Vinnueftirlitið fyrir að synja beiðni um endurnýjun ADR-vottorða. Lesa meira

Ungir karlmenn í mestri slysahættu - 16.5.2003

Meira en helmingur þeirra karlmanna sem urðu fyrir vinnuslysum árið 2002 eru 34 ára og yngri. Þessar tölur eru ekki í samræmi við fjölda þessa hóps á vinnumarkaði því hlutfall karla 34 ára og yngri af öllum starfandi körlum árið 2002 nemur aðeins um 37%. Lesa meira

Stofnfundur landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum - 15.5.2003

Stofnfundur innanlandsnets um heilsueflingu á vinnustöðum var haldinn mánudaginn 12. maí sl. Lesa meira

NIVA auglýsir eftir umsóknum - 25.4.2003

NIVA - Norræna menntunarstofnunin í vinnuvistfræðum auglýsir eftir tillögum að námskeiðum og umsóknum um rannsóknastyrki á sviði vinnuverndar. Lesa meira

Lágmarksaldur fyrir störf við barnagæslu - 25.4.2003

Vinnueftirlitinu hafa borist fyrirspurnir um leyfilegan lágmarksaldur til að starfa við barnagæslu. Lesa meira

Nýtt veftímarit helgað rafrænu eftirliti - 31.3.2003

Vakin er athygli á nýju veftímariti Surveillance and Society sem mun koma út fjórum sínum á ári. Lesa meira

Breytingar á vinnuverndarlögunum - 25.3.2003

Nýlega urðu breytingar á vinnuverndarlögunum (lög nr. 46/1980). Lesa meira

Hjólbarðar geta verið hættulegir - 5.3.2003

Ólafur Hauksson aðstoðardeildarstjóri í þróunar- og eftirlitsdeild Vinnueftirlitsins skrifaði grein um hættur sem geta stafað af hjólbörðum. Lesa meira

Leiðbeiningar um forvarnarstarf gegn streitu á vinnustöðum - 28.2.2003

Sænska vinnuumhverfisstofnunin (Arbeitsmiljöverket) hefur gefið út leiðbeingar um forvarnir gegn streitu á vinnustöðum (á ensku). Lesa meira

Bjart ljós dregur úr slæmum áhrifum vaktavinnu - 26.2.2003

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Vinnueftirlitinu skrifaði grein um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um áhrif birtumeðferðar á þá sem vinna vaktavinnu. Lesa meira

Heilsufarsleg áhrif asbests - 10.2.2003

Upplýsingar á glærum um heilsufarslegar hættur tengdar asbesti og dómur er féll nýlega vegna asbestsnotkunar. Lesa meira

Hollvinir hins gullna jafnvægis - stofnfundur - 4.2.2003

Vinnueftirlitið hefur gerst samstarfsaðili í verkefninu Hollvinir hins gullna jafnvægis. Markmið þess er að styrkja umræðu um sveigjanleika á vinnustöðum og samræmingu starfs og einkalífs Lesa meira

Slys í landbúnaði - 29.1.2003

Á síðustu 10 árum voru tilkynnt 325 vinnuslys í landbúnaði til Vinnueftirlitsins og má rekja 93 slys, þar af 3 dauðaslys, til notkunar véla og tækja í landbúnaði. Lesa meira

Notkun geðlyfja er mest meðal ófaglærðra - 27.1.2003

Grein um notkun geðlyfja sem birtist í Læknablaðinu á dögunum. Lesa meira