Staðlar

Stöðluð form

Hér fyrir neðan eru krækjur á þær reglugerðir sem heyra undir verksvið Vinnueftirlitsins og settar eru til innleiðingar á Evróputilskipunum. Einnig krækjur á tilskipanirnar og þá staðla sem tilheyra reglugerðunum.

Reglugerð nr. 218/2013 um færanlegan þrýstibúnað

Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 2010/35/EB.

Reglugerð nr. 260/2012 um úðabrúsa

Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 75/324/EB eins og henni var breytt 1994 og 2008. 

Reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað

Reglugerðin er sett til innleiðingar á vélatilskipun nr. 2006/42/EB.

Reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja

Reglugerðin var sett hér á landi til innleiðingar á tilskipun um notkun tækja nr. 89/655/EBE með síðari breytingum skv. tilskipunum nr. 95/63/EB og nr. 2001/45/EB. Í II. viðauka, 4 kafla reglnanna er vísað til almennt viðurkenndra staðla varðandi samsetningu og útfærslu vinnupalla.   

Reglugerð nr. 341/2003 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur, með síðari breytingum

Reglugerðin, með breytingum frá 2009 var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 95/16/EB.

Reglugerð nr. 668/2002 um togbrautarbúnað til fólksflutninga

Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 2000/9/EB.

Reglur nr. 571/2000 um þrýstibúnað

Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 97/23/EB

Reglur nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við tímabundna mannvirkjagerð

Reglurnar voru settar hér á landi til innleiðingar á tilskipun nr. 92/57/EBE. Reglunum var breytt 1999. Ekki er vísað til staðla í reglunum. Varðandi breytingar á viðauka IV. í framangreindri tilskipun, 92/57/EBE, er vísað til tilskipana um tæknilega samræmingu og stöðlun tengt bráðabirgða- eða færanleg byggingasvæði.

Reglur nr. 108/1996 um tæki sem brenna gasi

Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 90/396/EB.

Reglur nr. 99/1996 um einföld þrýstihylki

Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 87/404/EB.

Reglur um gerð persónuhlífa nr. 728/2018

Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 2016/425/ESB og er víða vísað í staðla í reglunum.

Reglur nr. 729/2018 um röraverkpalla

Reglurnar byggja ekki á tilskipun en fram kemur í 5. gr. reglnanna að röraverkpallar skulu hannaðir samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
Auk ofangreinds eru til staðlahópar sem fjalla um stöðlun afmarkaðra þátta.  Hægt er að velja að sjá þá staðla sem gefnir hafa verið út af viðkomandi hópi auk þeirra sem eru í undirbúningi af hálfu hópsins.

Leitarvélar