Lög

Vog réttlætisinsLög sem hér eru birt eru sótt beint á vef Alþingis með þeim fyrirvörum sem þar eru settir.

Vinnuverndarlögin - lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru samþykkt 1980 en tóku gildi 1. janúar 1981. Sjá ennfremur lögin á ensku - Act on Working Environment, Health and Safety in Workplaces No. 46/1980 .

Lögin gilda um vinnustaði í landi, þar með talin landbúnaðarstörf. 

1. gr. Með lögum þessum er leitast við, að

 1. tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu,
 2. tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál, í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.

Af þessum orðum má ráða hvað einkum er átt við með hugtakinu vinnuvernd (fyrri liður) og hvernig löggjafinn hugsar sér að unnið sé að vinnuvernd (seinni liður).

Önnur lög sem Vinnueftirlitinu er falið að hafa eftirlit með framkvæmd á og/eða snerta starfsemi þess á einhvern hátt:

 • Lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020
 • Lög um opinber innkaup nr. 120/2016
 • Efnalög nr. 61/2013
 • Upplýsingalög nr. 140/2012
 • Lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi nr. 26/2010
 • Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007
 • Lög um tóbaksvarnir nr. 6/2002  
 • Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018
 • Lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999
 • Vopnalög nr. 16/1998
 • Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998
 • Lög um öryggi vöru og opinbera markaðgæslu nr.134/1995
 • Stjórnsýslulög nr. 37/1993