Vinnuvélanámskeið

Vinnueftirlitið heldur réttindanámskeið fyrir annars vegar minni vinnuvélar og hins vegar byggingarkrana.

Námskeiðin heita:

Námskeið sem haldin eru í Reykjavík eru í húsnæði Vinnueftirlitsins, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, 2. hæð til hægri. Námskeiðin eru haldin á íslensku og próf eru á íslensku. Þeir sem ekki skilja mjög vel íslensku geta ekki setið námskeiðin. Ef námskeið eru haldin á öðrum tungumálum en íslensku er þess sérstaklega getið í námskeiðsáætlun. 

Grunnnámskeið

Ökuskólar halda réttindanámskeið fyrir vinnuvélar sem kallast Grunnnámskeið. Grunnnámskeið er námskeið sem ákveðnir ökuskólar halda og er 80 kennslustunda námskeið. Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á.

Listi yfir komandi Frumnámskeið og Byggingakrananámskeið og skráning á námskeið:

Næstu námskeið og skráning á námskeið