Vinnuverndarstarf í fiskvinnslufyrirtækjum

Um hvað er námskeiðið?

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar sem tengjast fiskvinnslufyrirtækjum. T.d. vinnuverndarstarf, vinnuslys, persónuhlífar, umgengni við vélar og tæki, hávaði og lýsing, efni og efnanotkun, líkamsbeiting, nýliðafræðsla, vinna barna og unglinga, vinna í kulda o.fl.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir stjórnendur í frystihúsum og annarri fiskvinnslu en allir sem hafa áhuga á vinnu verndarmálum eru velkomnir.

Ávinningur

Góður möguleiki á að fækka vinnuslysum og gera vinnuumhverfið enn betra.

Hvernig?

Hvert námskeið er 3 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og umræðum.

Hvenær?

Sjá: http://skraning.ver.is

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is.