Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur

Um hvað er námskeiðið?

Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda á að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar hafa verið í samræmi við þau.

Á námskeiðinu er farið yfir alla helstu málaflokka vinnuverndarinnar s.s. hávaða, lýsingu, inniloft, persónuhlífar, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti og einelti, heilsuvernd á vinnu stað, atvinnusjúkdóma og slysavarnir.

Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Fyrir hverja?

Alla stjórnendur fyrirtækja og stofnanna.

Ávinningur

Þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Einnig þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið. Tækifæri til að fækka slysum og veikindadögum og stuðla þannig almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvernig?

Hvert námskeið er 3 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum.

Hvenær?

Næstu námskeið og skráning á námskeið