Vinnuslys og vinnusslysarannsóknir

Um hvað er námskeiðið?

Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa, mikilvægi þess að skrá vinnuslys skipulega og miðlun upplýsinga vegna slysa.

Einnig er fjallað um nýtingu slysaupplýsinga til forvarnastarfs. Kynntar verða aðferðir Vinnueftirlitsins við slysarannsóknir. Nemendur gera stutta rannsókn á vinnuslysi.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsmenn meðalstóra og stærri fyrirtækja með ákveðið áhættustig, byggingavinna, vélavinna o.fl.

Ávinningur

Góður möguleiki á að fækka vinnuslysum og gera vinnuumhverfið enn betra.

Hvernig?

Hvert námskeið er 4 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum.

Hvenær?

Sjá: http://skraning.ver.is

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is.