Vinna í lokuðu rými

Um hvað er námskeiðið?

Stutt kynning á Vinnueftirlitinu, Vinnuverndarlögunum og starfi öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna.

Kynning á gerð áhættumats og mikilvægi þess sem tæki til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón starfsfólks við vinnu.

Farið yfir mikilvægi réttrar notkunar persónuhlífa og notkunarskyldu við ýmis störf. Sérstök áhersla lögð á notkun öndunargríma, ferskloftsbúnaðar og björgunartækja.

Megináhersla námskeiðsins lýtur að vinnu í lokuðu rými, þær hættur sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðsáætlana við óhöppum. Athygli beint að skyldu til útgáfu vinnuvottorðs, vöktunar og eftirliti með starfsmönnum við vinnu í lokuðu rými.

Hvenær?

Næstu námskeið og skráning á námskeið