Öryggisstjórar í fiskvinnslu

Um hvað er námskeiðið?

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir öryggisstjóra í fiskvinnslu. Fjallað verður um vinnuverndarstarf, öryggisnefndir og áhættumat. Hávaða, lýsingu, hættuleg efni og inniloft o.fl. Líkamsbeitingu, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.

Einnig verður farið sérstaklega yfir forvarnir vegna vinnuslysa með áherslu á vélar og tæki. Að lokum verður fjallað um ábyrgð stjórnenda á öryggismenningu.

Fyrir hverja?

Öryggistjóra í fiskvinnslu og alla stjórnendur sem vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Ávinningur

Aukin þekking á ábyrgð og skyldum öryggisstjóra varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Einnig þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum, veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvernig?

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og umræðu.

Hvenær?

Sjá: https://skraning.ver.is

Skráning á námskeið er á: https://skraning.ver.is