Öryggismenning á vinnustað

Um hvað er námskeiðið?

Miklar framfarir hafa náðst síðustu áratugi í “Efnislegu og tæknilegu öryggi” á vinnustöðum t.d. við hönnun vinnustaða, véla og tækja. Til þess að ná lengra í öryggismálum og fækka vinnuslysum enn frekar þarf að beita nýjum aðferðum. Það þarf að skoða sálræna og félaglega þætti í samspili við vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir “lengra komna” í vinnuverndarmálum, t.d. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, verkstjóra og stjórnendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur þekki hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða og kunni góð skil á áhættumati.

Ávinningur

Þátttakendur kynnast nýrri hugmyndafræði sem hjálpar til við að fækka vinnuslysum.

Hvernig?

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestri og hópverkefnum. Efnið er byggt á sænskri aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“ en gefin var út bæklingur hjá Vinnueftirlitinu 2009 með sama heiti og finna má hann á heimasíðunni: Byggt á öryggi

Hvenær?

Sjá: http://skraning.ver.is

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is