Notkun málningaruppleysa með díklórmetan

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið veitir þekkingu um heilsuhættur af díklórmetan, hvernig á að hafa stjórna á áhættunni og verjast skaða við vinnu með efnin

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað fagmönnum sem hyggjast vinna með málningaruppleysiefni sem innihalda díklórmetan.

Námsþáttalýsing

 1. Hættuleg efni, merking, meðferð
  Efnahættur. Efnaáhrif á líkamann. Merkingarkerfi. Meðferð og geymsla.
 2. Heilbrigðisáhættur díklórmetan
  Áhrif á líkama/líffæri. Sjúkdómahættur. Ástæður banns við notkun
 3. Stjórn loftmengunar við notkun málningaruppleysa með díklórmetan
  Staðbundið afsog. Loftræsting vinnurýmis. Vinna við kör. Mengunarmörk
 4. Líkamsvarnir við notkun málningaruppleysa með díklórmetan
  Líkamshlífar: Hlífðarfatnaður, hanskar, öndunarvarnir, augnvarnir, andlitsvarnir
 5. Valkostir við að leysa upp/strípa málningarhúðir
  Önnur klórvetniskolefni. Lífrænir leysar. Basísk ætiefni. Ný efni. Kostir/ókostir.
 6. Öruggt verklag við vinnu með málningaruppleysa
  Slettuvarnir. Umbúnaður/ílát vökva. Úrgangur.
 7. Mat áhættu við notkun hættulegra efna
  Áhættumatsgerð. Öflun upplýsinga. Netið. Magn- og gæðagreining á efnahættum

Lengd: ½ dagur

Skráning

Næstu námskeið og skráning á námskeið