Líkamsbeiting við vinnu

Líkamsbeiting við vinnu – Efni námskeiðs:

Stutt kynning á Vinnueftirlitinu og starfi öryggisvarða og öryggistrúnaðarmanna.

Kynning á gerð áhættumats og mikilvægi þess sem tæki til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón starfsfólks við vinnu.

Farið yfir mikilvægi réttrar notkunar persónuhlífa og notkunarskyldu við ýmis störf.

Líkamsbeiting við vinnu: Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Talið er að hægt sé að koma að mestu leyti í veg fyrir heilsuskaða af því tagi með forvörnum og fræðslu um rétta líkamsbeitingu við vinnu.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu svo sem:

  • Kyrrsetuvinnu
  • Einhæfni og álagsvinnu
  • Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
  • Vinnustellingar
  • Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann

Námskeiðið er kennt eftir óskum.

Tími: 3 tímar.

Nánari upplýsingar fást í síma 550 4600 eða með því að senda tölvupóst til vinnueftirlit@ver.is