Eldhús og mötuneyti - Hættuleg störf

Um hvað er námskeiðið?

Eldhús er í eðli sínu hættulegur vinnustaður þar sem ýmsir áhættuþættir eru til staðar og því ber starfsfólki að huga sérstaklega vel að eigin öryggi og annarra við vinnu þar. Helstu slys sem verða í eldhúsum eru fall á jafnsléttu, brunaslys, skurðir og aðrir áverkar frá tækjum og áhöldum.

Áhersla lýtur að vinnu í eldhúsum, þær hættur sem geta skapast og mikilvægi réttra forvarna og viðbragðsáætlana við óhöppum. Kynnt er gerð áhættumats fyrir eldhús og mikilvægi þess sem verkfæri til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón starfsfólks við vinnu. Fjallað er um mikilvægi réttrar notkunar persónuhlífa og notkunarskyldu við ýmis störf. Áhersla er lögð á gerð og notkun öryggisfatnaðar í eldhúsum og mötuneytum.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem starfa í eldhúsum og mötuneytum.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um sérstaka áhættuþætti við vinnu í eldhúsum og hvernig hægt er að fyrirbyggja og/eða draga úr áhættu með réttum aðferðum.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður.

Lengd

3 tímar.

Verð

Sjá verðskrá

Skráning

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is/.