Námskeið um einelti, andlegt og félagslegt vinnuumhverfi

Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni?

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um félagslegt vinnuumhverfi. Hvað er gott félagslegt vinnuumhverfi og hvað er slæmt félagslegt vinnuumhverfi? Hvað þarf til að viðhalda góðu félagslegu vinnuumhverfi? Farið er yfir gerð áhættumats fyrir félagslegt vinnuumhverfi og mikilvægi stefnu og viðbragðsáætlunar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla þá er láta sig félagslegt vinnuumhverfi varða.

Ávinningur:

Meiri innsýn í hvað er gott félagslegt vinnuumhverfi og hvað ber að hafa í huga til að viðhalda því.

Uppbygging:

Fyrirlestur og umræður

Lengd:

2 klst.

Verð:

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið