Áhættumat fyrir fyrirtæki með 1-9 starfsmenn

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á litlum vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði. Farið er yfir 3 meginatriði áhættumatsins, þ.e. skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat og áætlun um heilsuvernd og framkvæmd hennar. Kynntur verður einfaldur gátlisti/vinnublað fyrir lítil fyrirtæki.

Fyrir hverja?

Alla sem þurfa að gera áhættumat og þá sem vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Ávinningur

Nemendur læra mjög einfalda og markvissa aðferð til að gera áhættumat.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir, myndbönd og hópverkefni.

Lengd

3 tímar.

Verð

Sjá verðskrá.

Skráning

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is/.