Byggingakrananámskeið

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:


  • Byggingakrana (AB) og hafnarkrana >18 tm (AH)  - A flokkur

Byggingakrananámskeið eru haldin í samræmi við eftirspurn, innritun er á heimasíðu Vinnueftirlitsins

Námskeiðin í Reykjavík eru haldin í húsnæði Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, 2. hæð.

Námskeiðið er haldið á íslensku og prófið er á íslensku.
Þeir sem ekki skilja íslensku mjög vel geta ekki setið námskeiðið. 

Ef námskeið eru haldin á öðrum tungumálum en íslensku er þess sérstaklega getið í námskeiðsáætlun hér fyrir neðan. 

Námskeiðið er 27 tímar, haldið í minnst þremur áföngum og að öllu jöfnu innan reglubundins vinnutíma. Yfirleitt er gert ráð fyrir eins dags hléi á milli annars dags námskeiðsins og þess þriðja.

Fyrsti dagur á byggingakrananámskeiði kallast fornám og fjallar um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft.  Dagar 2 og 3 fjalla um byggingakrana og fleira þeim tengt.

Námskeiðinu líkur með skriflegu krossaprófi. Krafist er 100% tímasóknar til að ljúka námskeiðinu.   Hægt er að skrá sig á námskeið á slóðinni; http://skraning.ver.is/

Hægt er að halda sérstök námskeið fyrir tiltekin fyrirtæki eftir nánari óskum.
Upplýsingar og skráning á námskeið sem haldin eru utan höfuðborgarsvæðisins fást á skrifstofum Vinnueftirlitisins á landsbyggðinni .

Verkleg þjálfun

Standist nemendur próf að loknu byggingakrananámskeiði geta þeir hafið verklega þjálfun hjá atvinnurekanda í stjórn og meðferð byggingakrana. Verkþjálfun skal fara fram undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur réttindi til kennslu á byggingakrana og þar sem ekki er margt fólk eða slysahætta.

Verklegt próf og vinnuvélaskírteini 

Þegar nemandi er kominn með staðfestingu á að hafa lokið verklegri þjálfun óskar hann eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu og fer í verklegt próf. Standist nemandi prófið fær hann staðfestingu á því hjá prófdómara sem hann framvísar hjá Vinnueftirlitinu um leið og hann sækir um vinnuvélaskírteini fyrir byggingakrana. Greiða þarf fyrir verklegt próf og skírteini við próftöku eða áður en próf er tekið.

Með umsókn um vinnuvélaskírteini þarf að fylgja afrit af ökuskírteini. Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, D og P, þarf viðkomandi að framvísa læknisvottorði .

Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að fá byggingakranarétttindi? 

Það er 16 ára aldurstakmark til að geta setið byggingakrananámskeið en þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn getur viðkomandi farið að æfa sig á byggingakrana undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á kranann. Til að fá kranaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Næstu námskeið og skráning á námskeið