Vinnuverndarstarf á byggingavinnustöðum

Um hvað er námskeiðið?

Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda á byggingavinnustöðum t.d. að allur búnaður sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur og reglugerðir. Farið er yfir vinnuverndarstarf á byggingavinnustöðum, m.a. fjallað um öryggis og heilbrigðisáætlun, áhættumat, vinnuslys, persónuhlífar, hávaða, lýsingu, fallvarnir, notkun vinnuvéla og öryggismenningu.

Fyrir hverja?

Stjórnendur, verkstjóra, iðnaðarmenn, byggingastjóra, verfræðinga og alla sem starfa á byggingavinnustöðum.

Ávinningur

Þekking á vinnuverndarstarfi á byggingavinnustöðum, upplýsingar um ábyrgð og skyldur stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvernig?

Námskeiðið er 2 dagar og byggist á fyrirlestrum, myndum, myndböndum, umræðum og hópverkefnum.

Hvenær?

Sjá námskeiðsáætlun

Skráning

Næstu námskeið og skráning á námskeið