Upprifjun og hvatning fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

 

Um hvað er námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk og skyldur öryggistrúnaðar-manna og öryggisvarða. Farið verður yfir mikilvæg atriði úr vinnuverndarlögunum og helstu reglugerðum sem tengjast vinnuverndarstarfi. Talað verður um áhættumat, framkvæmd þess og stöðu. Fjallað verður um reynslu og rannsóknir sem sýna ávinning vinnuverndarstarfs. Að lokum verða umræður og alls konar hugmyndir látnar fjúka.

Fyrir hverja
Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði sem vilja rifja upp hlutverk sitt og fá hvatningu frá Vinnueftirlitinu og félögum sínum hjá örðum fyrirtækjum.

Ávinningur
Upprifjun og hvatning, aukin samskipti og samvinna með öðrum öryggistrúnaðarmönnum og öryggisvörðum.

Hvernig

Námskeiðið er 3 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og umræðum. 

Hvenær
Sjá dagsett námskeið.