Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólum, svo sem hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á því að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

Námskeiðið er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum.

Það sem ávinnst með námskeiðinu er stóraukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvert námskeið er í tvo daga, frá kl. 9:00 til 16:00, og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum.

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðið á heimasíðunni vinnueftirlit.is .

DAGSKRÁ:

Klukkan
FYRRI DAGUR
 09:00-09:30 Inngangur
Vinnuverndarlögin og helstu reglugerðir
Vinnueftirlitið kynnt
 09:40-10:20 Vinnuverndarstarf
Starf öryggistrúnaðarmanna og -varða
Starf félagslegra trúnaðarmanna VS öryggistrúnaðarmanna (kynning 15 mín)
 10:30-12:00 Áhættumat í skólum
Verkefni  
 12:00-13:00Hádegishlé 
 13:00-15:00Hávaði á vinnustað
Raddheilsa
Birta og lýsing við vinnu 
 15:10-16:00 Efni og efnanotkun
Inniloft  
 Klukkan SEINNI DAGUR
 09:00-10:00 Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir  
 10:10-11:10Einelti og áreitni 
 11:20-12:00Atvinnusjúkdómar
Vinnuslys - tilkynningaskylda  
 12:00-13:00Hádegishlé
 13:00-14:20 Líkamlegir áhættuþættir og líkamsbeiting  
 14:30-15:00Vélar og tæki 
 15:10-16:00Verkefni - umræður
Námskeiðslok

Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Upplýsingar um dagsetningar, staðsetningar, verð og skráningu á námskeið >> http://skraning.ver.is

Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofum Vinnueftirlitsins.