Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Vinnueftirlitið heldur reglulega námskeið um vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið. Námskeiðið er á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (Vinnuverndarlögin).

Námskeiðið er netnámskeið unnið í samstarfi við Iðuna fræðslusetur. Skráning fer fram á vefsíðu Vinnueftirlitsins.

Námskeið eru í boði tvisvar í mánuði samkvæmt auglýstri dagskrá og eru aðgengileg þátttakendum í 7 daga. Það tekur um það bil tólf klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið en hægt er að skipta því upp að vild og taka það á þeim tíma sem hverjum og einum hentar en hvatt er til að námskeiðið sé tekið á vinnutíma. Námsgögnin verða aðgengileg þátttakendum við upphaf námskeiðs.

Námskrá vinnuverndarnámskeiðs fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði

Á námskeiðinu er farið yfir alla helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna s.s. hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu, efni og efnaáhættur, öryggi véla og tækja, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, vinnuslys og slysavarnir og notkun persónuhlífa. Vinnuverndarlögin (nr. 46/1980) eru kynnt sem og reglur sem settar eru í samræmi við þau.

Fjallað er um hvernig haga skuli gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Leiðbeint um gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd sem felur m.a. í sér forvarnaáætlun, stefnu og viðbragsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustöðum.

Ávinningur af námskeiðinu er aukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Námskeiðsgjald greiðist af atvinnurekanda samkvæmt reikningi eftir skráningu. Verð á námskeiðum eru skv. gjaldskrá Vinnueftirlitsins .

Næstu námskeið og skráning á námskeið

Frekari upplýsingar um námskeiðin, verð og skráningu er hægt að fá á skrifstofum Vinnueftirlitsins í síma 550 4600 eða á netfanginu vinnueftirlit@ver.is