Líkamsbeiting við þjónustustörf

Um hvað er námskeiðið?

Fjallað verður um líkamsbeitingu við þjónustustörf. Þar sem þau störf eru margvísleg verður farið yfir helstu þætti sem varða standandi og sitjandi vinnu. Einnig verður komið inn á hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum og rætt um líkamlegt álag sem getur fylgt slíkri vinnu. Mikilvægi hreyfivinnu og hreyfingar er einnig skoðað.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem starfa sem þjónar, afgreiðslufólk, starfsfólk í ferðaþjónustu.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um sérstaka áhættuþætti við störf í þjónustu og hvernig bæta má líkamsstöðu sína við þá vinnu.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður.

Lengd

1 tími

Verð

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið