Líkamsbeiting við að lyfta byrðum

Um hvað er námskeiðið?

Að vinna við það að lyfta byrðum er mikið álag á stoðkerfið. Hægt er að minnka hættu á álagsmeinum með því að læra bætta líkamsbeitingu við slíka vinnu. Hvort sem unnið er allan daginn við að lyfta byrðum eða ekki þá er mikilvægt að beita sér eins vel og kostur er.

Efni námskeiðsins er því líkamsbeiting við að lyfta, ýta eða draga byrðar. Álagseinkenni og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem starfa við að lyfta byrðum; starfsmenn á lager, starfsfólk sem vinnur við ræstingar, sendla, sorphirðufólk.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um sérstaka áhættuþætti tengda því að lyfta byrðum og hvernig draga má úr álagi með bættum líkamsstöðum.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður.

Lengd

1 tími

Verð

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið