Líkamsbeiting í umönnunarstörfum

Um hvað er námskeiðið?

Umönnun er í eðli sínu erfið vinna þar sem ýmsir áhættuþættir eru til staðar og því ber starfsfólki að huga sérstaklega vel að eigin öryggi og annarra við vinnu þar. Helstu álagsþættir í umönnun er líkamsbeiting starfsmanna. Talið er að 60% allra veikindafjarvista starfsmanna í umönnunarstörfum sé vegna stoðkerfisvanda og að helstu áhættuþættir í umönnun séu að lyfta fólki eða hreyfa í rúmi (yfir 40% slysa).

Áhersla verður lögð á rétta líkamsbeitingu við að lyfta byrðum, við að færa fólk eða hluti úr stað, notkun léttitækja/hjálpartækja og skipulag í vinnu.

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem starfa í umönnun; sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, leikskólakennara, kennara, skólaliða, aðstoðarfólk á sambýlum og aðra sem koma að umönnun.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um sérstaka áhættuþætti við vinnu í umönnun og hvernig hægt er að beita líkama sínum rétt þrátt fyrir erfiða vinnu.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður.

Lengd

1 tími

Verð

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið