Líkamsbeiting fyrir ökumenn

Um hvað er námskeiðið?

Efni námskeiðsins er ætlað til að bæta líkamsbeitingu fólks sem vinnur við akstur.. Það reynir á líkamann að vera í sitjandi stöðu meiri hluta dagsins og því verður lögð áhersla á sitjandi vinnustöður, stillingar á stýri, líkamsbeitingu við störf tengd akstrinum/þjónusta við bílinn. Einnig farið í mikilvægi þess að standa og/eða hreyfa sig þegar kostur gefst og almennt um áhrif vinnuumhverfis á líkamsbeitingu.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir ökumenn allra ökutækja, þ.m.t. vinnutækja.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um setstöður við akstur, mikilvægi réttrar líkamsbeitingar og hvernig vinnuumhverfið getur ýtt undir bætta líkamsstöðu.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður.

Lengd

1 tími

Verð

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið