Líkamsbeiting á skrifstofunni

Um hvað er námskeiðið?

Efni námskeiðsins er ætlað til að bæta líkamsbeitingu fólks sem vinnur við skrifborð meirihluta vinnudagsins. Rannsóknir sýna að 50% veikindafjarvista eru vegna stoðkerfisverkja. Það reynir á líkamann að vera í sitjandi stöðu og því verður lögð áhersla á sitjandi vinnustöður, borðhæð, líkamsbeitingu við tölvuvinnu og skipulag vinnuumhverfis. Einnig farið í mikilvægi þess að standa og/eða hreyfa sig við vinnu, áhrif vinnuumhverfis á líkamsbeitingu.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk á skrifstofum.

Ávinningur

Þátttakendur fræðast um setstöður við skrifborðsvinnu, mikilvægi réttrar líkamsbeitingar og hvernig vinnuumhverfið getur ýtt undir bætta líkamsstöðu.

Uppbygging

Fyrirlestur, myndir og umræður

Lengd

1 tími

Verð

Sjá verðskrá

Næstu námskeið og skráning á námskeið