Frumnámskeið

Frumnámskeið er námskeið fyrir minni vinnuvélar. 

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:  

 • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni - J flokkur
 • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) - I flokkur
 • Körfukrana og steypudælur - D flokkur
 • Valtara - L flokkur
 • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag - M flokkur
 • Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu - P flokkur

Námskeiðin eru haldin í Teams-fjarfundakerfinu svo þátttakendur þurfa nettengda tölvu með hljóðnema og hátala/heyrnartólum. Próftaka fer fram á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða eftir atvikum hjá samstarfsaðilum.

Námskeiðið er 27 tímar, haldið á þremur dögum og að öllu jöfnu innan reglubundins vinnutíma, þ.e. frá kl. 9:00 til 16:00.

Fyrsti dagur á Frumnámskeiði kallast fornám og fjallar um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft.  Dagar 2 og 3 fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt. 
Frumnámskeiði lýkur með skriflegu krossaprófi.  Krafist er 100% tímasóknar til að ljúka námskeiðinu.

Næstu námskeið og skráning á námskeið

Verkleg þjálfun 

Standist nemendur próf að loknu Frumnámskeiði geta þeir hafið verklega þjálfun hjá atvinnurekanda í stjórn og meðferð vinnuvéla. Verkþjálfun skal fara fram undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur réttindi til kennslu og þar sem ekki er margt fólk eða slysahætta.

Verklegt próf og vinnuvélaskírteini 

Þegar nemandi er kominn með staðfestingu á að lokið sé verklegri þjálfun óskar hann eftir prófdómara frá Vinnueftirlitinu og fer í verklegt próf. Standist nemandi prófið fær hann staðfestingu á því hjá prófdómara sem hann framvísar hjá Vinnueftirlitinu um leið og hann sækir um vinnuvélaskírteini fyrir viðkomandi vél/vélar. Greiða þarf fyrir verklegt próf og skírteini við próftöku eða áður en próf er tekið. Með umsókn um vinnuvélaskírteini þarf að fylgja afrit af ökuskírteini. Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, D og P, þarf viðkomandi að framvísa læknisvottorði .

Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að fá vinnuvélaréttindi? 

Það er 16 ára aldurstakmark til að geta setið Frumnámskeið en þremur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn getur viðkomandi farið að æfa sig á tæki undir leiðsögn einstaklings með kennararéttindi á vélina. Til að fá vinnuvélaréttindi verður viðkomandi að vera orðinn 17 ára og hafa bílpróf.

Næstu námskeið:

Næstu námskeið og skráning á námskeið

Primary course (Frumnámskeið)

The primary course covers smaller sizes of working machines.

Completion of the course grants the theoretical qualification for:

 • Forklift trucks with a lifting weight up to 10 tons – category J
 • Tractors with equipment and the smaller types of earthmoving machines (4t and smaller) – category I
 • Basket cranes and concrete pumps– category D
 • Steamrollers– category L
 • Paving machines for road surfaces – category M
 • Loading cranes mounted on vehicles with lifting capacity of up to 18 tm – category P

This course will be held via a Teams communication platform; participants must therefore have a computer with internet connection, a microphone and speakers/earphones. Examinations will be held in the Administration's branches or partners' premises, as appropriate.

The course will be 27 hours, normally held during working hours (9.00 a.m. to 4.00 p.m.) over three days.

The first day of the Primary Course consist of preliminary material, covering occupational safety and health, physics, hydraulics, mechanics, electric batteries and safety measures when digging trenches.
Days 2 and 3 will be spent examining individual categories of working machines and matters associated with them.

The Primary Course ends with a written multiple-choice examination. 100% attendance (participation) in the course is a requirement for passing the examination.

Registration for the course is at: http://skraning.ver.is/

Practical training

Students who pass the examination at the end of the Basic Course may start practical training with an employer in the operation and care of working machines. Practical training shall take place under the guidance of persons holding qualifications to hold training sessions. Numbers of participants will be restricted and training may only take place where there is no danger of accidents.

Practical examination and machine operator's licence

Students who have obtained confirmation of having completed the practical training may request an examiner from the Administration of Occupational Safety and Health and take the practical examination. On passing the examination, they receive confirmation of this which they may then submit to the Administration when applying for operators' licences for a particular category, or categories, of machine. The fee for the practical examination and the licence must be paid before the examination is taken. A copy of the candidate's driving licence must be submitted with his or her application for a machine operator's licence. Applicants for crane operators' licences, in categories A, B, D and P, must produce a medical certificate.

How old must you be to get a machine operator's licence?

The minimum age for taking the Basic Course is 16 years; three months before their 17th birthday, candidates may start training on machinery under the guidance of a person qualified to teach the use of the type of machinery in question. To obtain a machine operator's licence, the candidate must have reached the age of 17 and hold a driver's licence.

Forthcoming courses:

Forthcoming courses and registration for participation in courses


Grunnnámskeið

Ökuskólar halda réttindanámskeið fyrir vinnuvélar sem kallast Grunnnámskeið. Grunnnámskeið er námskeið sem ákveðnir ökuskólar halda og er 80 kennslustunda námskeið. Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á.

Basic courses (Grunnnámskeið)

Driving schools offer courses (Icelandic: Grunnnámskeið) which lead to qualifications for the operation of working machinery. These consist of 80 hours, and cover all categories of working machinery for which operators' licences are required.