Brúkrananámskeið

Brúkrani er ekki réttindaskyld vinnuvél en vinnuveitendur hafa beðið Vinnueftirlitið að halda sérstök bókleg Brúkrananámskeið.

Eftir verklega þjálfun á vinnustað fer fram verklegt próf. Brúkranaréttindi eru skráð í vinnuvélaskírteini í skráningarflokk C. Brúkrananámskeiðið er 4 klst. Þeir sem setið hafa Grunnnámskeið vinnuvéla eða Byggingakrananámskeið geta tekið verklegt próf á brúkrana eftir verklega þjálfun.

Aðeins þeir sem hafa lokið Frumnámskeiði eða sérnámskeiðum
um vinnuvélar hjá Vinnueftirlitinu geta setið Brúkrananámskeið.

Um hvað er námskeiðið?

Stutt kynning á Vinnuverndarlögunum og vinnuverndarstarfi. Kynning á gerð áhættumats og mikilvægi þess sem verkfæri til að fyrirbyggja slys og annað heilsutjón við vinnu. Farið er yfir mikilvægi réttrar notkunar persónuhlífa.

Megináhersla námskeiðsins lýtur að uppbyggingu brúkrana og vinnu með brúkrana. Farið er yfir merkjakerfi hífinga, ásláttarbúnað og meðferð hans. Einnig er farið yfir hættulagar hífingar og aðrar hættur sem til staðar eru þegar hlutir eru hífðir.

Verkleg þjálfun

Standist nemendur bóklegt próf að loknu Brúkrananámskeiði geta þeir hafið verklega þjálfun hjá atvinnurekanda í stjórn og meðferð brúkrana. Verkþjálfun skal fara fram undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur réttindi til kennslu og þar sem ekki er margt fólk eða slysahætta.

Hvernig?

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og umræðu.

Hvenær?

Næstu námskeið og skráning á námskeið