Asbestnámskeið

Námskeið um meðhöndlun á asbesti

Námskeiðið er þriggja tíma réttindanámskeið, fyrir þá sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif. Kennsla er á fyrirlestraformi.

Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda lítilli mengun. Til dæmis niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhús. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.

Haldin eru tvö námskeið árlega, að vori og hausti, ásamt sérnámskeiðum samkvæmt samkomulagi.

Næstu námskeið og skráning á námskeið

Upplýsingar um námskeiðsgjald eru á verðskrá Vinnueftirlitsins .

Course on removal of asbestos

The course is a 3 hr. course. Those finishing the course gain a licence to work on asbestos removal, which is required by law for such work. The course is lecture based on what asbestos is and the hazards it poses.

The course is designed for work on asbestos that creates relatively small amount of pollution, for example removal of roofing material and outside cladding on houses, also minor removal and maintenance work inside houses. The course does not grant licence for bigger projects or work on loose asbestos where there is severe pollution risk.