Asbestnámskeið

Námskeið um meðhöndlun á asbesti

Námskeiðið er þriggja tíma réttindanámskeið, fyrir þá sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt asbestniðurrif. Kennsla er á fyrirlestraformi.

Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda lítilli mengun. Til dæmis niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss svo og minniháttar niðurrif og viðhaldsvinnu innanhús. Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.
Haldin eru tvö námskeið árlega, að vori og hausti, ásamt sérnámskeiðum samkvæmt samkomulagi.
 
Nánari upplýsingar um dagsetningar og skráning á námskeið er á slóðinni: http://skraning.ver.is
Upplýsingar um námskeiðsgjald eru á verðskrá Vinnueftirlitsins.