Hættur við jarðorkuvinnslu I

 

Um hvað er námskeiðið?

  • Efni í jarðvökva
  • Helstu hættur sem stafa af efnum úr borholum
  • Mengunarmörk  og mælingar
  • Varnir  og hlífðarbúnaður
  • Áhrif hávaða á heyrn
  • Forvarnir og mælingar á hávaða
  • Vinna í lokuðu rými.
  • Hvernig á að verjast hættu á súrefnisskorti

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa að og stjórna byggingu, viðhaldi og rekstri jarðvarmamannvirkja, s.s. gufuaflsvirkjana og hitaveitna.

Ávinningur

Fjallað verður um hættur sem skapast við vinnu með búnað sem er undir þrýstingi, t.d. vegna vatns, gufu eða lofttegunda. Hvaða mistök gera menn við notkun búnaðarins og hvað ber sérstaklega að varast.

Einnig verður fjallað um  vinnu í hæð og notkun viðeigandi fallvarnarbúnaðar.

Uppbygging?

Fyrirlestur með skjávarpmyndum, spurningum og svörum.

Skráning

Skráning á námskeið er á: http://skraning.ver.is/.