• Kennslustofa

Námskeið í vinnuvernd

Reglulega eru haldin námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd.
Einnig halda sérfræðingar Vinnueftirlitsins fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni.

  • Námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra þá sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið.
  • Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur er hefðbundið vinnuvélanámskeið en það er lagað að þörfum bænda.
  • Áhættumatsnámskeið eru fyrir alla sem þurfa að gera áhættumat og einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði.

Sérstakar fyrirspurnir eða óskir um námskeið er hægt að senda á netfangið vinnueftirlit@ver.is