Fræðsluerindi og fyrirlestrar úti á vinnustöðum

Fræðsludeild Vinnueftirlitsins býður upp á fræðslu úti á vinnustöðum fyrir starfsmenn og stjórnendur. Fræðsluerindin geta verið um ýmsa þætti vinnuverndar svo sem um líkamsbeitingu við vinnu, einelti á vinnustað, gerð áhættumats starfa, efnanotkun, hávaða, móttöku nýliða, skjávinnu o.fl. allt eftir óskum frá hverjum og einum. 

Upplagt að halda fræðslufund fyrir starfsmenn t.d. í hádeginu eða að starfsdegi loknum. 
Verð fræðsluerinda eru í samræmi við útselda þjónustu sérfræðinga í verðskrá Vinnueftirlitsins.
Þeir sem áhuga hafa sendi beiðni á vinnueftirlit@ver.is eða hafið samband í gegnum skiptiborð Vinnueftirlitsins í síma: 550 4600 .