Fræðsla

  • Kennslustofa

Vinnueftirlitið heldur reglulega ýmis námskeið tengd vinnuvernd, vinnuvélum, efnum og efnahættum. Námskeiðin eru flest haldin í Teams-fjarfundakerfinu sem auðveldar fólki víða um land þátttöku.
Sjá lista yfir dagsett námskeið.

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði er netnámskeið sem opið er þátttakendum í eina viku.
Nánari lýsing á námskeiðinu.

Vinnueftirlitið býður einnig upp á fræðsluerindi og fyrirlestra um ýmsa þætti vinnuverndar.
Nánar um fræðsluerindi og fyrirlestra.

Fyrirspurnir eða óskir um námskeið er hægt að senda á netfangið vinnueftirlit@ver.is


Námskeið í vinnuvernd

Reglulega eru námskeið um ýmis málefni er lúta að vinnuvernd. Einnig halda sérfræðingar stofnunarinnar fyrirlestra á vinnustöðum um margs konar vinnuverndarmálefni.

Nánar

Vinnuvélanámskeið

Frumnámskeið er námskeið fyrir minni vinnuvélar sem eru haldin reglulega allt árið um kring. Byggingakrananámskeið eru haldin þegar nægur fjöldi hefur safnast á biðlista.

Nánar

Námskeið um efni og efnanotkun

ADR-réttindanámskeið (flutningur á hættulegum farmi), sprenginámskeið (réttindanámskeið fyrir að mega stunda sprengivinnu)og asbestsnámskeið (réttindanámskeið fyrir minniháttar asbestniðurrif).

Nánar

Fræðsluerindi og fyrirlestrar úti á vinnustöðum

Fræðsludeildin býður upp á fræðslu úti á vinnustöðum fyrir starfsmenn og stjórnendur. Fræðsluerindin geta verið um ýmsa þætti vinnuverndar allt eftir óskum viðkomandi.

Nánar