Stórslysavarnir vegna hættulegra efna

Varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna

Hér á síðunni eru upplýsingar um hvaða kröfur eru gerðar um stórslysavarnir til þeirra fyrirtækja sem hafa mikið magn hættulegra efna. Það sem hér kallast stórslys er stjórnlaus atburðarás í meðferð efna, svo sem mikill leki, eldsvoði eða sprenging sem hefur í för með sér alvarlega hættu fyrir heilsu manna og/eða umhverfið bæði innan og utan starfsstöðvarinnar þar sem efnin eru. Mikið magn eldfimra efna getur valdið eldsvoðum sem geta breiðst út fyrir starfsstöðvarnar. Sprengifim efni geta eyðilagt stór svæði og skemmt enn stærri og valdið manntjóni. Eiturefni sem komast úr geymslustað sínum geta valdið tjóni á fólki og umhverfi jafnvel löngu eftir lekann.

Leiðbeiningar um grenndarkynningar

Rekstraraðilar stórslysavarnaskyldra starfsstöðva í hærra þröskuldsmagni þurfa að tryggja að einstaklingar og lögaðilar sem stórslys getur bitnað á fái óumbeðið viðhlítandi upplýsingar um öryggisráðstafanir og hvernig bregðast skuli við ef slys verður, sjá; leiðbeiningar um framkvæmd grenndarkynninga.

Öryggisskýrslur á heimasíðu Vinnueftirlitsins

Öryggisskýrslur fyrirtækja með mikið magn af hættulegum efnum eru birtar hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Í öryggisskýrslunum er að finna upplýsingar fyrir almenning um starfsstöðvar fyrirtækjanna og kemur fram hvaða hættuleg efni eru í starfsstöðvunum auk ýmissa upplýsinga sem tengjast þeim hættum sem starfseminni fylgja.

Starfsstöðvarnar eru með öryggisstjórnkerfi og fylgjast stöðugt og kerfisbundið með þeim hættulegu efnum sem eru í stöðinni og meðferð þeirra. Starfsstöðvarnar og almannavarnir á staðnum gera einnig neyðaráætlanir fyrir svæðin í kring um starfsstöðvarnar og fyrirtækin halda kynningar og dreifa kynningarefni þar sem m.a. kemur fram hver þurfa að vera viðbrögð nágrannanna ef stórslys yrði vegna hættulegu efnanna í starfsstöðinni.

Leiðbeiningar

Greinar og skýrslur

Tenglar innlendir

Tenglar erlendir