Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

- vilt þú slást í hópinn?

 

Hjá Vinnueftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga við fjölbreytt og spennandi störf.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi og hér að neðan. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar.

Sérfræðingur í rannsóknar- og heilbrigðisdeild

Vinnueftirlitið auglýsir eftir sérfræðingi til starfa í Rannsókna- og heilbrigðisdeild til að starfa við rannsóknir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Rannsóknir á sviði vinnuverndar m.a. með áherslu á líkamlega og skipulagslega þætti vinnuverndar
 • Þátttaka í fræðslu á sviði vinnuverndar með áherslu á líkamlega og skipulagslega þætti vinnuverndar
 • Stuðningur við eftirlit með áherslu á líkamlega og skipulagslega þætti vinnuverndar.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rannsóknum
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Sveigjanleiki í starfi m.t.t. verkefna
 • Færni í framsetningu upplýsingaefnis
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan hátt

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Fræðagarður hafa gert.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%

Hægt er að senda inn umsókn um starfið á netinu . Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Tómasson - kristinn (hjá) ver.is - 550 4600


Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.