Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

- vilt þú slást í hópinn?

 

Hjá Vinnueftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga við fjölbreytt og spennandi störf.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi og hér að neðan. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar eða hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Vinnueftirlitið óskar að ráða eftirlitsmanntil starfa við  tækja- og vélaeftirlit á höfuðborgarsvæðinu

Helstu verkefni eru:

 • Tækja- og vinnuvélaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
 • Fræðsla á námskeiðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Tæknimenntun, t.d. vélfræði- eða vélvirkjun
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s. vinna við stjórn og/eða viðgerðir vinnuvéla
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi
 • Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls
 • Kunnátta í ensku og/eða Norðurlandamálum er æskileg
 • Tölvufærni
 • Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur

Um er að ræða 100 % starf með aðsetur á Dvergshöfða 2, Reykjavík. Eftirlitssvæðið nær yfir höfuðborgarsvæðið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Vinsamlegast sækið um starfið hér á ráðningavefnum.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Guðmundsson s.550 4600

Sérfræðingur í Efna-og hollustuháttadeild Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið auglýsir eftir sérfræðingi í Efna-og hollustuháttadeild

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Verkefnastjórnun og þátttaka í verkefnum sem tengjast fagsviðum deildarinnar
 • Umsjón með stjórnsýslu og skipulagning eftirlits með fyrirtækjum sem falla undir reglugerð um stórslysavarnir
 • Mælingar á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu
 • Þátttaka í fræðslu á sviði vinnuverndar
 • Stuðningur við vinnustaðaeftirlit með áherslu á efnafræðilega þætti vinnuverndar

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í efnaverkfræði eða efnafræði
 • Þekking og reynsla af vinnumarkaði og á sviði vinnuverndar
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli, hæfni í norðurlandamáli er kostur
 • Þekking á gæða og öryggisstjórnkerfum er kostur
 • Sveigjanleiki í starfi m.t.t verkefna
 • Færni í framsetningu upplýsingaefnis
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan hátt

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfsstöð er á Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Starfshlutfall er 100%

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Vinsamlegast sækið um starfið hér á ráðningavefnum.

Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Helgason - jh (hjá) ver.is - 550 4600


Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.