Vel heppnað málþing um áhrif vinnuumhverfisins á eldri starfsmenn
Í tilefni af útkomu skýrslu um áhrif vinnuumhverfis á atvinnuþátttöku eldra starfsfólks á Norðurlöndunum stóð NIVA (Norræna fræðslustofnunin á sviði vinnuverndar) fyrir málþingi í samstarfi við Vinnueftirlitið 21.júní síðast liðinn.
Á málþinginu kynnti Reeta Nieminen starf NIVA á Norðurlöndunum og Otto Melchior Paulsen hjá dönsku rannsóknarstofnuninni ræddi niðurstöður skýrslunnar sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina með þátttöku Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.
Aðrir fyrirlesarar voru Jóhann Fr. Friðriksson fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu, Jónína Waagfjörð hjá VIRK, Harpa Ólafsdóttir hjá Eflingu og stjórnarmaður í Gildi lífeyrissjóði og Halldóra Friðjónsdóttir frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Í lok fundarins ræddu fyrirlesarar og fundarmenn nauðsyn þess að styrkja enn frekar samstarf varðandi málefni er snúa að heilsu og vinnuumhverfi eldri starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Hægt er að nálgast upptöku og glærur frá málþinginu hér á vef Vinnueftirlitisins.
Fyrirlestrar
- Kynning á NIVA - Reeta Nieminen NIVA
- Niðurstöður skýrslu - Otto Melchior Paulsen dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd
- Staða Íslands - Jóhann Fr. Friðriksson Vinnueftirlitinu
- Endurkoma eldra fólks til vinnu - Jónína Waagfjörð VIRK
- Sýn á starfsumhverfi eldri starfsmanna - Harpa Ólafsdóttir Eflingu
- Málefnið frá hlið vinnuveitenda -Sara L. Guðbergsdóttir Fjármála-og efnahagsráðuneytinu