Fréttir

Öll vinna bönnuð við byggingarframkvæmdir að Grensásvegi 12 - 16.11.2017

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað að Grensásvegi 12 í Reykjavík, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Lesa meira

Enginn á að sætta sig við áreitni, einelti eða annað ofbeldi - 15.11.2017

Í rannsókn sem gerð var af Starfsgreinasambandinu árið 2015 kemur fram að 40% starfsfólks í þjónustustörfum á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Starfsfólk á ekki að sætta sig við kynferðislega áreitni, einelti eða annað ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Asbest í sandblásturssandi - 8.11.2017

Vinnueftirlitið tilkynnir bann við notkun á sandblásturssandi, Colad - AirTec Blasting Materia-3010 (vnr. 041 3010) og Eurogrit aluminium silicate blasting grit sem inniheldur snefilmagn af asbesti (krýsótíli) en sandurinn er notaður til sandblásturs málma í ýmsum iðnaði.

Lesa meira

Öryggi við vélar - 2.11.2017

Vinnuslys og orsakir áverka. Tilkynna á öll vinnuslys til Vinnueftirlitsins þar sem fjarvera vegna slyss er einn dagur umfram slysadag eða líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni.

Lesa meira